top of page

​

Næringafræði

Þegar kemur að hollu mataræði er gott að borða vel sitt af hverju af fjölbreyttum fæðutegundum úr hverjum fæðuflokki.

 Fæðuflokkarnir eru sex:

  • Kornvörur

  • Grænmeti

  • Ávextir og ber

  • Mjólk og mjólkurvörur

  • Fiskur, kjöt, egg, baunir, hnetur

  • Feitmeti

 

 

Við fáum mismunandi efni til að viðhalda hollustu úr mismunandi fæðutegundum og þess vegna er gott að hafa fjölbreytni í huga þegar kemur að mat.

Vatn er hollasti og besti svaladrykkurinn, enda er vatnið í miðju fæðuhringsins.

Sætindi eins og sælgæti og slíkt eru hinsvegar ekki í fæðuhringnum og það er einfaldlega vegna þess að enginn næring fæst úr sykri. Sykur er bara eintóm orka og þess vegna er alls ekki mælt með því að borða mikið af honum ef vill fá sem mesta árangur. 

Viðbættur sykur getur falið sig í ýmsum matvælum og þess vegna er gott að kíkja á innihaldslýsingar á umbúðum matvöru áður en hún er keypt. 

 Viðbættur sykur getur falið sig í ýmsum matvörum sem venjuleg manneskja neytir daglega. Meðal þeirra algengustu vörur þar sem viðbættur sykur gæti falið sig eru:

  • Ýmsir ávaxtasafar

  • Ýmsar mjólkurvörur

  • Morgunkorn

  • Gosdrykkir

  • Sælgæti

  • Ýmsar kexvörur

  • Kökur

Sætuefni sem innihalda minni orku er líka hægt að finna í ýmsum matvörum og eru þau skaðlaus sem lengi sem þau eru neytt í hæfilegu magni.

 

Það skiptir líka máli hvenær ákveðin fæðutegund er neytt. Kolvetni innihalda góða orku og þá er t.d. gott að neyta kolvetni fyrir æfingu. En best er að borða ekki minna en 1klst fyrir æfingu. Ef það tekst ekki að borða fyrir þennan tíma þá er best að borða eitthvað létt eins og ávöxt fyrir æfingu.

Það er almennur misskilningur að orkudrykkir sem innihalda koffín séu æskilegir fyrir æfingar. Mikil neysla orkudrykkja sem nemur yfir ráðlagðan neysluskammt getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér eins og svefnleysi, skjálfta, svima, hjartsláttatruflunum o. fl.

Ekki er gott að fá sér orkudrykk eftir eða á meðan æfingu stendur til að svala þorstann. Vegna þess að drekka orkudrykki getur aukið vökvatapi líkamans enn frekar og þá er best bara að drekka vatn þegar maður er þyrstur.

Sem lengi sem maður borðar hollan og næringarríkan mat er óþarfi að fá sér fæðubótarefni eins og próteinduft og slíkt. Það er best að hafa samband við lækni áður en það er byrjað að neyta ýmiss fæðubótarefni sem gætu reynst gagnlaus eða jafnvel skaðleg.

Það er ráðlagt að borða 500gr af ávöxtum eða grænmeti yfir daginn. Enda er hægt að fá andoxunarefni úr ýmsum plöntum. Andoxunarefni eru efni sem vernda frumur líkamans gegn skemmdum. Skemmdir frumna geta valdið ýmsum alvarlegum æða- og hjartasjúkdómum.

Íþróttafólk þarf almennt meiri prótein en þeir sem æfa ekki. Hægt er að fá nóg af próteini úr:

  • Fiski

  • Kjöti

  • Eggjum

  • Mjólkurvörum

  • Hnetum, baunum, fræjum

Meðal annars er mikilvægt fyrir íþróttafólk að fá nóg af kalki vegna þess að kalk styrkir beinin og kemur í veg fyrir beinbrot sem hentar við íþróttir þar sem mikið álag er lagt á beinin.

Járn er líka mikilvægt til að hjálpa að flytja súrefni til vöðvanna, járn er hægt að finna í rauðu kjöti.

​

​

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11515/Hofum-fjolbreytnina-i-fyrirrumi.pdf

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11536/Saetmeti,-orkudrykkir-og-skyndibitar.pdf

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11507/Graenmeti-og-avextir-daglega.pdf

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11521/Ithrottir-og-naering.pdf

​

​

​Léttmjólk          

​Nýmjólk

Mataræði

bottom of page